Bakkavör hagnast um 530 milljónir
Hagnaður Bakkavarar Group í fyrra var rúmar 530 milljónir króna fyrir skatta. Þetta er ríflega tvöfalt meiri hagnaður en í fyrra og langbesta afkoma félagsins frá upphafi. Fyrirtæki Bakkavarar framleiða ferskar og kældar matvörur af ýmsu tagi, hér á landi, í nokkrum Evrópulöndum og Chile.
Rekstur Bakkavarar það sem af er þessu ári hefur gengið vel og er samkvæmt áætlun. Alls hyggjast stjórnendur félagsins fjárfesta fyrir tæplega tvo milljarða króna á árinu. Starfsmenn eru hátt í 2000.
Rekstur Bakkavarar það sem af er þessu ári hefur gengið vel og er samkvæmt áætlun. Alls hyggjast stjórnendur félagsins fjárfesta fyrir tæplega tvo milljarða króna á árinu. Starfsmenn eru hátt í 2000.