Miðvikudagur 16. febrúar 2000 kl. 16:16
Bakkastíg lokað í öryggisskyni
Þakplötur fuku af gömlu Fiskiðjunni í Njarðvík þegar óveðrið geysaði á föstudag. Ekki var hægt að bjarga neinu vegna veðurhamsins og óljóst er hversu tjónið er mikið. Nauðsynlegt var að loka Bakkastíg því rokið bar allt lauslegt með sér yfir Bakkastíginn og útí sjó.