Bakkaði á múrvegg og braut hann
Ökumaður sem var á ferð í Keflavík í vikunni varð fyrir því óhappi að bakka bifreið sinni á múrvegg með þeim afleiðingum að veggurinn brotnaði. Þarna voru á ferðinni erlendir ferðamenn sem voru að bakka út úr stæði með fyrrgreindum afleiðingum. Auk veggjarins sá þó nokkuð á bílnum eftir áreksturinn.