Bættur árangur á samræmdum prófum
Nemendur á Suðurnesjum hafa bætt árangur sinn frá því í fyrra í öllum greinum á samræmdum prófum. Nemdendur á Suðurnesjum stóðu sig best í ensku en slakasti árangurinn var í stærðfræði. Það er í samræmi við niðurstöður úr samræmdum prófum á landinu öllu.
Að sögn Gylfa Guðmundssonar, skólastjóra í Njarðvíkurskóla eru kennarar þar sæmilega sáttir við árangur nemenda á samræmdum prófum. Á síðasta ári var skólinn hæstur á Suðurnesjum en í ár lækkaði meðaleinkun skólans. „Reykjanesbær kom ágætlega út og skólarnir ættu að vera sæmilega sáttir. Við erum vel yfir landmeðaltali í dönsku og á meðaltali í ensku“, segir Gylfi. Holtaskóli var með hæstu meðaleinkunn skóla á Suðurnesjum, 6,5. Þar var enginn nemandi með tíu en árgangurinn var jafn og einkunnir nemenda góðar. Í Heiðarskóla var einn nemandi með 10 á samræmduprófi og annar með 9,5, sem er þó nokkuð góður árangur. Þar var meðaleinkun 6,33. Þeir skólastjórar sem vf töluðu við voru sammála um að meðaleinkunn á Suðurnesjum var ekki nógu góð en meðaltal á Suðurnesjum var undir landsmeðaltali í öllum greinum nema dönsku. Breytingar hafa verið gerðar á fyrirkomulagi prófanna þannig að nú ráða krakkarnir sjálfir hvort þeir taka prófin eða ekki og því er samanburður á milli skóla ekki eins marktækur og áður. Prófin sýna hins vegar einstaklingum hvar þeir standa í náminu og eru að því leytinu marktæk. Flestir skólar á Suðurnesjum hvetja nemendur sína til þess að taka samræmd próf í öllum greinum.
Að sögn Gylfa Guðmundssonar, skólastjóra í Njarðvíkurskóla eru kennarar þar sæmilega sáttir við árangur nemenda á samræmdum prófum. Á síðasta ári var skólinn hæstur á Suðurnesjum en í ár lækkaði meðaleinkun skólans. „Reykjanesbær kom ágætlega út og skólarnir ættu að vera sæmilega sáttir. Við erum vel yfir landmeðaltali í dönsku og á meðaltali í ensku“, segir Gylfi. Holtaskóli var með hæstu meðaleinkunn skóla á Suðurnesjum, 6,5. Þar var enginn nemandi með tíu en árgangurinn var jafn og einkunnir nemenda góðar. Í Heiðarskóla var einn nemandi með 10 á samræmduprófi og annar með 9,5, sem er þó nokkuð góður árangur. Þar var meðaleinkun 6,33. Þeir skólastjórar sem vf töluðu við voru sammála um að meðaleinkunn á Suðurnesjum var ekki nógu góð en meðaltal á Suðurnesjum var undir landsmeðaltali í öllum greinum nema dönsku. Breytingar hafa verið gerðar á fyrirkomulagi prófanna þannig að nú ráða krakkarnir sjálfir hvort þeir taka prófin eða ekki og því er samanburður á milli skóla ekki eins marktækur og áður. Prófin sýna hins vegar einstaklingum hvar þeir standa í náminu og eru að því leytinu marktæk. Flestir skólar á Suðurnesjum hvetja nemendur sína til þess að taka samræmd próf í öllum greinum.