Bætt umferðaröryggi við Grunnskóla Grindavíkur
Skipulags og byggingarnefnd Grindavíkurbæjar samþykkti á síðasta fundi sínum að fela Pétri Bragasyni, bæjarverkfræðingi, að vinna að tillögum til að auka umferðaröryggi umhverfis Grunnskóla Grindavíkur.
Pétur hafði áður lagt til að sett verði malbikuð hraðahindrun á gatnamót Arnarhrauns og Hraunbrautar og að einnig verði sett þrenging á Hraunbrautina rétt sunnan við gatnamót Hraunbrautar og Staðarhrauns vegna kvartana frá íbúum á svæðinu um mikinn hraðastur og til að auka öryggi alla þeirra skólabarna sem fara um svæðið.
Pétur hafði áður lagt til að sett verði malbikuð hraðahindrun á gatnamót Arnarhrauns og Hraunbrautar og að einnig verði sett þrenging á Hraunbrautina rétt sunnan við gatnamót Hraunbrautar og Staðarhrauns vegna kvartana frá íbúum á svæðinu um mikinn hraðastur og til að auka öryggi alla þeirra skólabarna sem fara um svæðið.