Bætt þjónusta fyrir gangandi fólk í Vogum
Sveitarfélagið Vogar hefur tekið í notkun fjölnotatæki sem ætlað er til þess að moka, sópa og sanda gangstéttar og stíga. Með tilkomu vélarinnar batnar þjónusta sveitarfélagsins fyrir gangandi vegfarendur til muna, en gangstéttar og göngustígar hafa ekki verið mjög greiðfærir síðustu misseri.
Sveitarfélagið Vogar hefur markað sér þá stefnu að stuðla að hreyfingu og heilsueflingu og með þessari þjónustu ættu íbúar að eiga auðveldar með að komast ferða sinna gangandi eða hjólandi.