Bætt lýsing milli Hópsskóla og íþróttamiðstöðvar
Í haust hefur verið unnið að bættri lýsingu á milli Hópsskóla og íþróttamiðstöðvar og sundlaugar Grindavíkur en nemendur skólans fara þarna á milli í íþróttir og sund og á leið í skóla. Framkvæmdir eru á lokastigi og verður lýsingin tekin í gagnið á næstu dögum. Ráðist var í þessar framkvæmdir í kjölfar samráðs við nemendur Hópsskóla og ábendingar frá starfsmannafundi Grindavíkurbæjar.
Þá er unnið að bættu umferðaröryggi víðar í bænum þessa dagana, m.a. við Grindavíkurveg og Austurveg en nánar verður sagt frá þeim síðar.