Bætt ímynd Reykjaness
Skýrsla um stefnumótun í ferðaþjónustu á Reykjanesi 2001-2005 var kynnt fyrir stuttu. Bjarnheiður Hallsdóttir og Sigríður Þrúður Stefánsdóttir unnu skýrsluna. Þar kemur fram að ferðaþjónusta er mjög arðbær atvinnugrein og er það markmið aðila í ferðaþjónustu að fjölga ferðamönnum allt árið, fjölga gistinóttum og bæta nýtingu gististaða og lengja dvöl ferðamanna. Stefnt er að því að fjölga áningarstöðum ferða manna á svæðinu og fjölga ársverkum í ferðaþjónustu allt árið um kring.
Bætt ímynd Reykjaness
Til að ná þessum markmiðum er stefnt að því að bæta ímynd Reykjanes með því að leggja áherslu á menningu og sögu tengdri sjósókn. Þá er stefnt að því að kynna svæðið fyrir ferðamönnum með áherslu á útivist og heilsutengda ferðamennsku og tengja það jarðsögu svæðisins. Reynt verður að varpa ljósi á jarðmyndun eins og gert hefur verið í Eldborg og á öðrum stöðum. Hótel á svæðinu eru einnig vel tilfallin fyrir viðskiptafundi og ráðstefnur og er gert ráð fyrir að kynna Reykjanes fyrir Íslendingum með það í huga.
Í hugum margra Íslendinga er Reykjanesið aðallega tengt popptónlist. Stefnt er að því að efla ímynd svæðisins á þessu sviði og viðhalda poppminjasafni. Þá er Reykjanes fyrsti landshlutinn sem erlendir gestir koma til og vel hægt að nýta það til framdráttar svo og sérstöðu í samgöngum til útlanda og sögu flugsamgangna. Þá eru tengsl Reykjaness við hersetuna og aðild Íslands að NATO mjög merkir þættir í Íslandssögunni og væri hægt að koma upp safni þar sem sýnir þætti tengda þessu.
Gæði aukin
Til að auka tekjur af ferðaþjónustu er nauðsynlegt að byggja upp nýja ímynd svæðisins. Sveitarfélög þurfa að skilgreina hlutverk sitt og gera ráð fyrir uppbyggingu ferðaþjónustunnar við gerð fjárhagsáætlana. Einnig er nauðsynlegt að gæði þjónustunnar verði aukin til muna og að fyrirtæki hafi tilskilin leyfi og reynt verður að hvetja fyrirtæki með því að veita viðurkenningar fyrir þátttöku á námskeiðum um gæðamál. Upplýsingar um ferðamál verða gerð aðgengilegri fyrir fyrirtæki og íbúa á svæðinu.
Bætt ímynd Reykjaness
Til að ná þessum markmiðum er stefnt að því að bæta ímynd Reykjanes með því að leggja áherslu á menningu og sögu tengdri sjósókn. Þá er stefnt að því að kynna svæðið fyrir ferðamönnum með áherslu á útivist og heilsutengda ferðamennsku og tengja það jarðsögu svæðisins. Reynt verður að varpa ljósi á jarðmyndun eins og gert hefur verið í Eldborg og á öðrum stöðum. Hótel á svæðinu eru einnig vel tilfallin fyrir viðskiptafundi og ráðstefnur og er gert ráð fyrir að kynna Reykjanes fyrir Íslendingum með það í huga.
Í hugum margra Íslendinga er Reykjanesið aðallega tengt popptónlist. Stefnt er að því að efla ímynd svæðisins á þessu sviði og viðhalda poppminjasafni. Þá er Reykjanes fyrsti landshlutinn sem erlendir gestir koma til og vel hægt að nýta það til framdráttar svo og sérstöðu í samgöngum til útlanda og sögu flugsamgangna. Þá eru tengsl Reykjaness við hersetuna og aðild Íslands að NATO mjög merkir þættir í Íslandssögunni og væri hægt að koma upp safni þar sem sýnir þætti tengda þessu.
Gæði aukin
Til að auka tekjur af ferðaþjónustu er nauðsynlegt að byggja upp nýja ímynd svæðisins. Sveitarfélög þurfa að skilgreina hlutverk sitt og gera ráð fyrir uppbyggingu ferðaþjónustunnar við gerð fjárhagsáætlana. Einnig er nauðsynlegt að gæði þjónustunnar verði aukin til muna og að fyrirtæki hafi tilskilin leyfi og reynt verður að hvetja fyrirtæki með því að veita viðurkenningar fyrir þátttöku á námskeiðum um gæðamál. Upplýsingar um ferðamál verða gerð aðgengilegri fyrir fyrirtæki og íbúa á svæðinu.