Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bætt aðstaða fyrir psoriasis sjúklinga á HSS
Miðvikudagur 31. mars 2004 kl. 15:46

Bætt aðstaða fyrir psoriasis sjúklinga á HSS

Nýr ljósalampi fyrir hendur og fætur, auk ljósagreiðu hafa verið tekin í notkun á göngudeild fyrir psoriasis og exem sjúklinga á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Þann 1. desember var ljósaskápur tekinn í notkun á deildinni, en búnaðurinn var fjármagnaður með framlögum frá einstaklingum, fyrirtækjum, stéttarfélögum og stofnunum á Suðurnesjum.
Valur Margeirsson afhenti búnaðinn fyrir hönd Spóex, samtökum psoriasis og exem sjúklinga á Suðurnesjum. Með búnaðinum hefur þjónusta við psoriasis og exem sjúklinga stórbatnað á Suðurnesjum, en göngudeildin er opin frá klukkan 8 til 16 á virkum dögum.

Myndin: Valur Margeirsson afhendir gjafirnar á HSS.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024