Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bætir nokkuð í vind suðvestanlands síðdegis
Föstudagur 16. janúar 2004 kl. 09:40

Bætir nokkuð í vind suðvestanlands síðdegis

Klukkan 6 í morgun var norðaustan og norðanátt, víða 8-13 m/s. Él voru við norður- og austurströndina og á stöku stað við suðvesturströndina, en annars hálfskýjað eða alskýjað og þurrt að kalla. Frost 1 til 13 stig, kaldast á Végeirsstöðum í Fnjóskadal, en hlýjast í Vestmannaeyjabæ.  Veðurhorfur á landinu næsta sólarhring: Norðaustan 10-15 m/s á Vestfjörðum og annesjum norðvestanlands, en annars hægari. Bætir nokkuð í vind suðvestanlands síðdegis. Víða dálítil él norðan- og austantil, en snjókoma suðvestanlands og talsverð snjókoma á Suður- og Vesturlandi í kvöld og nótt. Norðan 10-15 m/s á morgun, en hægari breytileg átt um austanvert landið fram yfir hádegi. Snjókoma um mest allt land og léttir suðvestantil síðdegis á morgun. Frost 1 til 16 stig, kaldast í innsveitum norðaustanlands.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024