Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Bætir í vind í nótt
Laugardagur 1. apríl 2006 kl. 10:34

Bætir í vind í nótt

Í morgun var norðanátt, víða 5-10 m/s og él, en léttskýjað SV-lands. Frost 1 til 10 stig, kaldast á Egilsstöðum.

V af Írlandi er 985 mb lægð, en 1030 mb hæð er yfir Grænlandi. Skammt suður af Jan Mayen er dálítil lægð sem stefnir til landsins.

Veðurhorfur á landinu
Veðurhorfur til kl. 18 á morgun: Áfram verður norðanátt á landinu og heldur bætir í vind í nótt, einkum norðanlands. Þar má reikna með éljum en snjókomu í nótt og fyrramálið, en um landið sunnanvert verður víðast léttskýjað. Mun hægari vindur síðdegis á morgun. Frostlaust með suðurströndinni yfir daginn, en annars frost á bilinu 2 til 9 stig.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024