Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 5. september 2005 kl. 08:50

Bætir í vind í dag

Í morgun kl. 6 var norðaustlæg eða breytileg átt á landinu, 3-8 m/s. Súld eða rigning sunnantil, þokusúld á annesjum norðanlands, en annars skýjað og þurrt að kalla. Hiti 4 til 11 stig, hlýjast sunnanlands.
Yfirlit: Á sunnanverðu Grænlandshafi er 1006 mb lægðardrag sem hreyfist lítið, og skammt suður af Reykjanesi er 1007 mb vaxandi lægð sem þokast austur. Yfir Grænlandi er 1022 mb hæð.
Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun: Vaxandi norðaustan átt, 5-10 m/s nálægt hádegi, en 10-15 vestantil í kvöld og nótt. Fer að rigna um landið austanvert, þokusúld á Norðvesturlandi. Annars skýjað og úrkomulítið. Dregur úr vindi og úrkomu á morgun og léttir heldur til vestanlands. Hiti 5 til 12 stig í dag, en síðan kólnandi veður.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn: Norðaustan 5-10 m/s, skýjað og úrkomulítið. Bætir í vind í dag og léttir heldur til, NA 10-15 í nótt. Hiti 6 til 12 stig.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024