Bæta við sturtuklefum í Garði
Nú standa yfir framkvæmdir við íþróttamiðstöðina í Garði. Unnið er að byggingu nýrra sturtu-og búningssklefa fyrir fólk með sérþarfir, sem af ýmsum ástæðum getur ekki deilt þeirri aðstöðu með öðrum. Framkvæmdinni fylgir líka breyting á anddyri íþróttamiðstöðvarinnar.
Meðfylgjandi myndir sýna stöðu framkvæmdarinnar í byrjun vikunnar. VF-myndir: Hilmar Bragi