Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bæta starfsaðstæður í leikskólum með samræmingu á skólaleyfum
Fimmtudagur 17. október 2024 kl. 11:45

Bæta starfsaðstæður í leikskólum með samræmingu á skólaleyfum

Menntaráð Reykjanesbæjar lýsir ánægju með þær tillögur sem fram hafa verið lagðar um útfærslur á bættum starfsaðstæðum í leikskólum bæjarins. Þær snúa að samræmingu á skólaleyfum og ná yfir lokun í dymbilviku og vetrarfríum, ásamt áframhaldandi lokun milli jóla og nýárs, sem hefur reynst vel undanfarin ár.

Menntaráð telur að þessi útfærsla muni stuðla að betri starfsskilyrðum og auka stöðugleika í leikskólastarfi, segir í afgreiðslu ráðsins á síðasta fundi þess. Þar var tekið fyrir minnisblað frá starfshópi um bættar starfsaðstæður í leikskólum Reykjanesbæjar. Tillagan sem um ræðir lýtur að samræmingu á skólaleyfum milli leik- og grunnskóla. Tillagan var samþykkt samhljóða og vísað til umræðu í bæjarráði.

Þá tekur ráðið undir mikilvægi þess að boðið verði upp á skráningu barna á leikskóla í vetrarfríum og dymbilviku fyrir þá foreldra sem á því þurfa að halda.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024