Bæta húsnæðisaðstæður hjá Grindavíkurbæ
Húsnæðisaðstæður skólaþjónustu, félagsþjónustu og barnaverndar Grindavíkurbæjar verða bættar. Bæjarstjórn Grindavíkur hefur samþykkt tillögu bæjarráðs með sex atkvæðum um viðauka vegna breytinga á aðstöðu félags- og skólaþjónustu. Óskað var eftir heimild til að nota af fjárheimild verkefnisins „Víkurbraut 62, breytingar á 3. hæð“ í að laga núverandi aðstöðu félags- og skólaþjónustu. Fjárhæðin er tíu milljónir króna.
Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti, vék af fundi við umræður og afgreiðslu málsins og fól Helgu Dís Jakobsdóttur varaforseta að taka við stjórn.