Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bærinn tilbúinn til að taka á móti Ljósanæturgestum
Föstudagur 6. september 2002 kl. 23:50

Bærinn tilbúinn til að taka á móti Ljósanæturgestum

Starfsmenn Þjónustumiðstöðvar Reykjanesbæjar hafa unnið frá því eldsnemma í morgun og fram á kvöld að gera allt klárt fyrir Ljósanótt 2002. Þá hafa starfsmenn hinna ýmsu verktakafyrirtækja einnig verið eins og gráir kettir um allt með tæki og tól að snyrta bæinn. Verslunareigendur hafa skreytt búðir sínar með „jólaljósum“ en hvít ljós eru komin í marga glugga.Í morgun var unnið að því að fegra húseignina Hafnargötu 2, sögufræga byggingu, sem í framtíðinni á örugglega eftir að vera sýndur sá sómi að fara í upprunalegt horf. Forljót plastkæðning hefur verið að brotna utan af húsinu en í dag var „flikkað“ upp á bygginguna til bráðabirgða.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024