Kalka atvinna okt 25
Kalka atvinna okt 25

Fréttir

Bærinn taki yfir eldhúsið í Víðihlíð
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
laugardaginn 7. janúar 2023 kl. 06:25

Bærinn taki yfir eldhúsið í Víðihlíð

Öldungaráð Grindavíkurbæjar vill láta athuga hvort hægt sé að skoða það hvort önnur leið sé til að nýta fjármuni sem fara í fæði vistmanna á hjúkrunardeildinni í Víðihlíð. Í fundargerð öldungaráðsins kemur fram að akstur með mat vistmanna sé 370 þúsund krónur á mánuði eða rúmar 4,4 milljónir króna á ári. Þá sé verið að greiða 170 þúsund krónur á mánuði fyrir afnot af eldhúsi, sem er tvær milljónir króna á ári.

Öldungaráð leggur það til að Grindavíkurbær yfirtaki eldhúsið í Víðihlíð. Þá vill öldungaráð að næsti fundur ráðsins verði með bæjarráði Grindavíkur.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Þá lagði öldungaráð fram ályktun þár sem það veltir því fyrir sér af hverju eru svo margir í dagvistun og hver eru framtíðarplön Grindavíkurbæjar varðandi dagvistun og dvalarheimili.

Öldungaráð ályktaði einnig þar sem kemur fram að bæjarstjórn Grindavíkur knýi á ríkið um að stækka hjúkrunarheimilið í hagkvæma stærð.

Dubliner
Dubliner