Bærinn sem gefur jólatréð slítur vinabæjarsamstarfi
Kristiansand í Noregi hefur ákveðið að slíta vinabæjarsamstarfi sínu við Reykjanesbæ, Kerava í Finnlandi og Trollhättan í Svíþjóð. Þetta kemur fram í bréfi til bæjarstjóra þessara sveitarfélaga frá 15. maí sl.
Vinabæjasamstarfið hefur aðallega verið á sviði íþróttalífs síðustu ár en Kristiansand í Noregi hefur einnig árlega fært Reykjanesbæ að gjöf jólatré sem staðsett er á ráðhústorginu við Tjarnargötu.
í afgreiðslu bæjarráðs í vikunni er bæjarstjóra falið að ræða við sveitarfélögin Kerava og Trollhättan um áframhald samstarfsins.
Úr „Föðurlandsvininum“, bæjarblaði Kristiansand, þar sem fjallað var um jólatréð í Reykjanesbæ.
´