Mánudagur 28. maí 2001 kl. 11:37
Bærinn selur hlutabréf sín í SBK
Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur fallið frá því að auglýsa hlutabréf í SBK til sölu. Ráðið samþykkti þann 10. maí sl. að selja Sigurði Steindórssyni, Ólafi Guðbergssyni og Einari Steinþórssyni hlutabréf bæjarins í SBK á genginu 1,39.