Bærinn segir nei við afslætti í sund og strætó fyrir Hjallastefnuna
Hjallastefnan hefur sent bæjaryfirvöldum í Reykjanesbæ erindi þar sem óskað er eftir afslætti í sund og strætó fyrir starfsfólk leikskóla.
Bæjarráð hafnar erindinu og svarar því til að engir íbúar fá ókeypis í strætó. Árskort í strætó er kr. 5.000 fyrir fullorðna sem er niðurgreitt. Starfsfólk Reykjanesbæjar hefur undanfarin ár fengið sundkort í jólagjöf frá sveitarfélaginu og börn, tíu til átján ára, búsett í Reykjanesbæ, fá fría árs áfyllingu gegn framvísun á útgefnu aðgangskorti. Þá er frír aðgangur fyrir börn yngri en tíu ára.