Bærinn ryksugaður
Nú stendur lokaundirbúningur fyrir Ljósanótt sem hæst og í morgunsárið var nóg að gera hjá Antoni við að ryksuga bæinn og gera hann hreinan. Bæjarstarfsmenn sjást víða um bæinn þar sem þeir eru að hreinsa og klára ýmis verkefni fyrir hátíðina. Ljósanótt 2002 verður formlega sett í dag með opnun myndlistarsýningar í Svarta pakkhúsinu.