Bærinn kaupir land undir íþróttasvæði
Gengið hefur verið frá samningum um uppbyggingu á íþróttasvæðinu á Nikkelsvæðinu. Reykjanesbær og Húsagerðin ehf munu vinna saman að byggingu svæðisins.
Ríkiskaup seldi Nikkelssvæðið fyrir nokkrum árum og var það Húsagerðin sem bauð hæst í svæðið, kaupverðið var 150 milljónir. Reykjanesbær bauð svo í hluta af landinu, sem hugsað hefur verið sem tenging við Íþróttaakademíuna, fyrir um hálfum mánuði.
Upphaflega tilboðið hljómaði upp á 43 milljónir en Húsagerðin gerði gagntilboð upp á 45 milljónir með tengingu við annað land til að auðvelda frekari uppbyggingu á svæðinu. Þetta var samþykkt einróma á fundi bæjarráðs í morgun.
Árni Sigfússon, bæjarstjóri sagði að æfingarvöllur við Reykjaneshöllina væri fyrsta verkið sem ráðist væri í.
Árni sagði enn fremur það vera ánægjulegt að samningar hafi gengið eftir, aðalskipulagið væri komið í höfn og því ekkert til fyrirstöðu að gera deiliskipulag til að útlista frekari uppbyggingu á svæðinu. En svæðið býður upp á að byggt verði á annað hundrað íbúðir í blandaðri byggð.
Hjólin eru því farin að snúast og Áskell Agnarsson framkvæmdarstjóri Húsagerðarinnar sagði með þessum samningum færi af stað öll sú vinna sem snýr að deiliskipulagi.
Ríkiskaup seldi Nikkelssvæðið fyrir nokkrum árum og var það Húsagerðin sem bauð hæst í svæðið, kaupverðið var 150 milljónir. Reykjanesbær bauð svo í hluta af landinu, sem hugsað hefur verið sem tenging við Íþróttaakademíuna, fyrir um hálfum mánuði.
Upphaflega tilboðið hljómaði upp á 43 milljónir en Húsagerðin gerði gagntilboð upp á 45 milljónir með tengingu við annað land til að auðvelda frekari uppbyggingu á svæðinu. Þetta var samþykkt einróma á fundi bæjarráðs í morgun.
Árni Sigfússon, bæjarstjóri sagði að æfingarvöllur við Reykjaneshöllina væri fyrsta verkið sem ráðist væri í.
Árni sagði enn fremur það vera ánægjulegt að samningar hafi gengið eftir, aðalskipulagið væri komið í höfn og því ekkert til fyrirstöðu að gera deiliskipulag til að útlista frekari uppbyggingu á svæðinu. En svæðið býður upp á að byggt verði á annað hundrað íbúðir í blandaðri byggð.
Hjólin eru því farin að snúast og Áskell Agnarsson framkvæmdarstjóri Húsagerðarinnar sagði með þessum samningum færi af stað öll sú vinna sem snýr að deiliskipulagi.