Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bærinn kaupir Brautarnesti
Hringbraut 93b í Keflavík. Þar stendur Brautarnesti. VF-mynd: Hilmar Bragi
Föstudagur 11. september 2015 kl. 08:54

Bærinn kaupir Brautarnesti

- lóðinni breytt í bílastæði

Reykjanesbær hefur keypt húsnæði og lóð sem áður hýsti söluturninn Brautarnesti að Hringbraut 93b í Keflavík. Brautarnesti varð eldi að bráð í sumar.

„Bæjarráð samþykkir kaupsamninginn og afsalið og felur bæjarstjóra að ganga frá kaupunum,“ segir í fundargerð bæjarráðs frá því í gær. Samkvæmt heimildum Víkurfrétta mun húsnæðið víkja af lóðinni sem verður gerð að bílastæði fyrir leikskólann Tjarnarsel

Brautarnesti var elsta sjoppa Keflavíkur og hugsanlega elsta sjoppa landsins en sjónvarp Víkurfrétta gerði innslag um sjoppuna fyrr á árinu eins og sjá má hér að neðan:

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024