Bærinn hafnaði öllum tilboðum í Stapaskóla
Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur hafnað öllum tilboðum sem bárust í byggingu Stapaskóla í Reykjanesbæ. Ástæðan er að tilboðin voru öll verulega yfir kostnaðaráætlun, sem hljóðaði uppá rúmlega 3.487 milljónir króna.
Þrjú fyrirtæki buðu í verkið. ÞG verktakar rúmlega 4.736 milljónir króna, MT Hogard rúmlega 3.839 milljónir króna og Munk var með tilboð upp á rúmlega 3.779 milljónir króna.
Lægsta tilboðið var því tæpum 300 milljónum króna yfir kostnaðaráætlun.