Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bærinn á þakkir skildar fyrir glæsilegt safn
Fimmtudagur 31. ágúst 2017 kl. 07:00

Bærinn á þakkir skildar fyrir glæsilegt safn

-Björgvin Halldórsson tekur á móti gestum í Hljómahöll á laugardag á Ljósanótt

Björgvin Halldórsson tekur á móti gestum og gangandi á Ljósanótt á sýningunni „Þó líði ár og öld“ sem opnuð var í lok árs 2016 á Rokksafni Íslands í Hljómahöll. Sýningin hefur slegið í gegn hjá landsmönnum.

„Þarna er alveg glæsileg sýning og ég er svakalega sáttur með hana. Bærinn á þakkir skilið fyrir að halda úti svona glæsilegu safni. Þarna getur fólk fengið að sjá stóran hluta af gítarsafninu mínu, viðtöl og persónulegar eigur,“ segir Björgvin í samtali við Víkurfréttir, en hann verður á Rokksafninu á laugardaginn næstkomandi á milli klukkan 15 og 18. „Ég verð bara svona safnvörður,“ bætir hann við kátur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Eins og flestum er kunnugt hefur Björgvin verið einn vinsælasti söngvari landsins um árabil en hann hefur sungið með fjölda hljómsveita í gegnum tíðina. Aðgangseyrir á safnið er 1.500 krónur en frítt er fyrir börn 16 ára og yngri í fylgd með fullorðnum.