Bænastund í Útskálakirkju í dag
Ástand stúlknanna þriggja sem slösuðust alvarlega í bílslysi við Mánagrund í Keflavík í gær er óbreytt en þær eru allar í öndunarvél. Bænastund og tækifæri til samtals verður í Útskálakirkju kl. 17.00 í dag vegna umferðarslyssins. Bænastund var í Útskálakirkju klukkan 21 í gærkvöldi. Þangað komu um 100 manns.