Bæklingi með netheilræðum dreift í grunnskólum
Bæklingur með 10 netheilræðum hefur verið í dreift í grunnskólum á Suðurnesjum að undanförnu en honum er dreift á landsvísu til allra grunnskólabarna í 1.- 4. bekk. Í bæklingnum er að finna góð ráð fyrir foreldra til að aðstoða börn og unglinga við örugga netnotkun.
Bæklingurinn er liður í vakningarátaki SAFT um örugga netnotkun barna og unglina á Íslandi. Verkefnið er hluti af aðgerðaráætlun Evrópusambandsins um örugga netnokun. Hér á landi eru að samtökin Heimili og skóli sem annast útfærslu og framkvæmd verkefnisins.
Heimasíða verkefnisins er www.saft.is. Þar er hægt að nálgast efni bæklingsins og margs konar fróðleik sem fjallar um örugga netnotkun.