Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bæjaryfirvöld taki afstöðu með íbúunum
Ritstjórn
Ritstjórn skrifar
mánudaginn 28. október 2019 kl. 11:14

Bæjaryfirvöld taki afstöðu með íbúunum

Samtök Andstæðinga Stóriðju í Helguvík (ASH) héldu nýverið opinn fund um málefni kísilvera í Helguvík. Það var einhugur í íbúum og eftir að hafa fengið kynningu á störfum ASH síðustu misserin og hlustað á hvatningarorð Tómasar í Bláa hernum, voru umræður um leiðir til að stöðva frekari gagnsetningu kísilvera innan bæjarmarka og voru ýmsar hugmyndir viðraðar. Samtökin taka öllum þessum hugmyndum fagnandi og hyggjast berjast þar til yfir lýkur fyrir hreinu og ómenguðu andrúmsloftik, segir í fréttatilkynningu frá ASH. 

Fundurinn samþykkti eftirfarandi ályktun sem er áskorun til bæjaryfirvalda: 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ályktun um mengandi stóriðju í Helguvík

„Fjölmennur fundur Andstæðinga Stóriðju í Helguvík þann 24. október 2019, ályktar  að eftir allt sem á undan hefur gengið með United Silicon á iðnaðarsvæði hér innan bæjarmarka Reykjanesbæjar sé nú rík ástæða fyrir bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ  að taka afstöðu með íbúum bæjarins og heilsu þeirra og standa gegn frekari gangsetningu kísilverksmiðja í bænum.
Hvorki fagurgalar fjárfesta né hótanir um skaðabætur eiga að koma í veg fyrir að stjórn sveitarfélagsins gæti þess að loftgæði bæjarbúa verði ekki rýrð með risa kolabrennslu sem kísilver eru.
Meint skaðabótaskylda á að vera ásættanlegri reikningur en kostnaður vegna hrakandi heilsu bæjarbúa, barnanna okkar og barnabarna. Þegar Reykjanesbær er að auglýsa sig sem heilsueflandi bæ, þá gengur ekki annað en að banna alla starfsemi sem vinnur gegn heilsu bæjarbúa um leið. Við skorum á ykkur að taka slaginn.“

Á fundinum var líka rætt um það hvers vegna fjárfestar Arion banka, sem eru eigendur kísilverksmiðjunnar, séu svo siðlausir að bera ekki hag og heilsu bæjarbúa fyrir brjósti. Einnig kom fram hvernig hægt væri að leita aðstoðar til lögfræðinga innanlands sem erlendis til að verja þau sjálfsögðu mannréttindi að íbúar geti búið við heilnæmt umhverfi. Þá var líka talað um sprengihættuna, þar sem lóð kísilverksmiðjunnar liggur við olíubyrgðastöð flugvallasvæðisins.