Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bæjaryfirvöld í Sandgerði vilja tvöföldun Reykjanesbrautar í forgang
Mánudagur 29. ágúst 2016 kl. 09:27

Bæjaryfirvöld í Sandgerði vilja tvöföldun Reykjanesbrautar í forgang

Bæjarráð Sandgerðisbæjar hefur skorað á samgönguyfirvöld að setja hönnun og framkvæmdir við tvöföldun Reykjanesbrautar, frá Fitjum að Flugstöð Leifs Eiríkssonar, í forgang. Fjallað var um málið á fundi ráðsins í síðustu viku. Í fundargerð kemur fram að þar til framkvæmdinni verði lokið þurfi að stórbæta öryggi gatnamóta á þessum vegarkafla. „Þessar umferðarbætur eru ekki aðeins nauðsynlegar fyrir íbúa á Suðurnesjum heldur tryggja þær öryggi allra þeirra sem fara um alþjóðlegan flugvöll í Sandgerði,“ segir í afgreiðslu bæjarráðs.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024