Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Bæjaryfirvöld bjóða í bíó
Mánudagur 28. nóvember 2011 kl. 09:48

Bæjaryfirvöld bjóða í bíó

Bæjaryfirvöld í Garði hafa óskað nemendum og kennurum 4. bekkjar til hamingju með glæsilegan sigur í stuttmyndakeppni grunnskólanna og 66°Norður.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Það er afar jákvætt fyrir skólann okkar að nemendur hans standi sig jafn vel og þarna gerðist. Bæjarstjóri hefur þegar sett sig í samband við kennara 4. bekkjar og verður þeim boðið í bíóferð í Reykjanesbæ við fyrsta tækifæri,“ segir í fundargerð bæjarráðs Garðs.

Einnig fagnar bæjarráð árangri Emily Desousa en hún vann samkeppni um friðarveggspjald Lions fyrir Íslands hönd. Bæjarráð óskar Emily innilega til hamingju með þennan árangur sem er stórglæsilegur.