Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bæjarstóri greiði tíund til samfélagsins
Mánudagur 13. desember 2010 kl. 10:49

Bæjarstóri greiði tíund til samfélagsins

Samkvæmt fjárgagsáætlun Sveitarfélagsins Garðs fyrir árið 2011 mun bæjarstjórinn þurfa að taka á sig 10% launaskerðingu. Sama á við um aðra forstöðumenn bæjarins. Gerð er krafa um 10% hagræðingu hjá öllum stofnunum bæjarins. Áætlað er að hagræðing í rekstri bæjarstofnanna nemi rúmum 60 milljónum króna á árinu 2011 auk þess sem niðurgreiðsla lána bætir stöðu bæjarsjóðs til framtíðar og skapar jákvætt greiðsluflæði bæjarsjóðs til framtíðar.

Jafnframt verður þess gætt að þjónustugjöld á íbúa hækki ekki umfram áætlaða vísitölu, eða 3%. Undantekningar frá þessu eru að leikskólagjöld hækka ekki, áætlunin gerir einnig ráð fyrir að systkinaafsláttur í leikskólanum hækki úr 25% í 50% með öðru barni en frítt verður fyrir þriðja barn. Ljósabekkir í íþróttahúsinu hækka um 5%.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Einnig leggur bæjarstjórn til, samkvæmt tillögu meirihlutans, að sérstakt framlag sé veitt úr Framtíðarsjóði á árinu 2010 til uppgjörs á uppsöfnuðum rekstrarhalla 2009 og 2010, jafnframt verður veitt sérstakt framlag úr Framtíðarsjóði vegna framkvæmda við grunnskóla, gatna- og fráveituframkvæmda auk annarra fjárfestinga. Skal þess gætt að eigið fé sjóðsins verði ekki lægra en 950 millj. kr. í árslok 2010.