Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bæjarstjórnarfundum sjónvarpað?
Kristinn Jakobsson, Framsóknarflokki, vill gera bæjarstjórnarfundi í Reykjanesbæ meira áberandi.
Mánudagur 6. maí 2013 kl. 10:04

Bæjarstjórnarfundum sjónvarpað?

Til skoðunar er nú hjá Reykjanesbæ hvort senda eigi fundi bæjarstjórnar út í sjónvarpi eða á netinu. Kristinn Jakobsson, Framsóknarflokki, kom með fyrirspurn á síðasta bæjarstjórnarfundi um málið og bæjarráð samþykkti síðan í framhaldinu að kanna málið enn frekar.

Böðvar Jónsson, Sjálfstæðisflokki, sagðist sammála því að skoða þennan möguleika. Hann hefði rætt við forráðamenn Kapalvæðingar sem reka sjónvarpsrás í bæjarfélaginu. Fleir bæjarfulltrúar tóku undir hugmyndina en einnig þyrfti að skoða möguleika á að útsendingin gæti verið á netinu.
 
Kristinn Jakobsson sagði að auk þess að sjónvarpa bæjarstjórnarfundum, sem væri gert á nokkrum stöðum á landinu, mætti einnig vekja meiri athygli á bæjarstjórnarfundum, t.d. með því að auglýsa hvenær þeir væru.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024