Bæjarstjórn Voga getur ekki fallist á einhliða ákvarðanir bæjarstjórnar Reykjanesbæjar í málefnum Brunavarna
Bæjarstjórn Voga hefur bókað vegna bréfs frá starfsmönnum Brunavarna Suðurnesja varðandi húsnæðismál Brunavarna Suðurnesja. Í framhaldi af bréfi starfsmanna BS vill bæjarstjórn Voga taka fram eftirfarandi:
„Eini ágreiningurinn milli eignaraðila Brunavarna Suðurnesja varðandi framtíðarhúsnæði fyrir starfssemina snýst um það atriði að einhverra hluta vegna hefur bæjarstjórn Reykjanesbæjar ekki verið tilbúin til þess, að undirbúningur og ákvörðunartaka varðandi húsnæðið fylgi venjubundnum leiðum í samskiptum sveitarfélaganna á Suðurnesjum.
Það hefur legið fyrir lengi að bæjarstjórn Voga getur ekki fallist á einhliða ákvarðanir bæjarstjórnar Reykjanesbæjar um framtíðar-húsnæði og lýsir bæjarstjórn Voga undrun sinni á því, að ekki hefur reynst unnt að fá umræðu milli eignaraðila B.S. um framhald málsins fyrr en í sl. viku. Það er rangt sem fram kemur í bréfi starfsmannanna að viðsnúningur hafi orðið í afstöðu Voga þar sem afstaða bæjarstjórnar hefur legið fyrir lengi og ekkert breyst frá upphafi málsins.
Í bréfinu kemur fram að formaður stjórnar og slökkviliðsstjóri hafi kynnt fyrir starfsmönnum B.S. 15.febrúar 2006 að tillaga meirihluta bæjarstjórnar Reykjanesbæjar frá 21.desember um uppbyggingu nýrrar slökkvistöðvar hafi verið lögð fyrir eignaraðila án athugasemda. Bæjarstjórn Voga taldi víst að eignaraðilum, stjórn og stjórnendum BS væri fullljós sú afstaða Sveitarfélagsins Voga að nefnd eignaraðila sem skipuð hafði verið af öllum bæjarstjórnum hefði málið til meðferðar og voru eftirfarandi bókanir settar fram á fundi bæjarráðs 25. janúar 2006.
Fyrst vegna fundagerða nefndar eignaraðila um framtíðarhúsnæði BS: “Fundargerðirnar eru lagðar fram. Bæjarráð fagnar því að nefnd eignaraðila um framtíðarhúsnæði B.S. hefur tekið til starfa og vonast til að niðurstaða í þessu brýna hagsmunamáli náist fljótlega "
Síðar á sama fundi vegna bréfs frá Reykjanesbæ dags. 23. desember 2005 varðandi húsnæðismál B.S.: "Bæjarráð lýsir undrun sinni á þeirri ákvörðun bæjarstjórnar Reykjanesbæjar að draga sig einhliða út úr nefnd um framtíðarhúsnæði B.S. sem eigendur höfðu orðið ásáttir um að skipa. Bæjarráð Voga telur nauðsynlegt að nefndin haldi störfum sínum áfram og skili niðurstöðu sinni til eignaraðila"
Fundargerðir stjórnar B.S. frá 21. desember 2005 og 17. febrúar 2006 komu fyrir bæjarráð Voga á fundi 2. mars 2006. Þar sem afstaða Voga til tillögu Reykjanesbæjar sem lá fyrir fundinum átti að vera ljós var ekki talin ástæða til að bóka sérstaklega varðandi það mál en varðandi 4. lið seinni fundargerðarinnar var eftirfarandi bókað: “Varðandi 4. mál seinni fundargerðarinnar vill bæjarráð árétta að nauðsynlegt sé að eignaraðilar fundi áður en frekar verði aðhafst í húsnæðismálum B.S. Að öðru leyti eru fundargerðirnar samþykktar."
Í ljósi ofangreindra bókana bæjarráðs Voga hlýtur að vera ljóst að bréf starfsmanna B.S. er byggt á röngum upplýsingum og þar af leiðandi dregnar rangar ályktanir um viðhorf sveitarfélagsins.
Þar sem afstaða bæjarstjórnar Voga hefur frá upphafi verið sú sama og ekkert breyst á þeim tíma sem liðinn er frá því að fyrst var rætt um nauðsyn þess að stækka eða flytja aðstöðu B.S. og í þeirri fullvissu að sameignaraðilum bæjarins í B.S. hafi verið ljós sú afstaða, hefur bæjarstjórn ekki talið nauðsynlegt að bregðast við í hvert skipti sem málefnið hefur borið á góma í stjórn B.S. eða hjá sameigendum. Bæjarstjórn telur afar mikilvægt að eignaraðilar komist að niðurstöðu um löngu tímabæra endurbót á aðstöðu slökkviliðsins og mun leggja áherslu á það atriði á fundi eignaraðila með stjórn B.S. á morgun 29.mars 2006 [ í gær - innsk. blm.]. “
„Eini ágreiningurinn milli eignaraðila Brunavarna Suðurnesja varðandi framtíðarhúsnæði fyrir starfssemina snýst um það atriði að einhverra hluta vegna hefur bæjarstjórn Reykjanesbæjar ekki verið tilbúin til þess, að undirbúningur og ákvörðunartaka varðandi húsnæðið fylgi venjubundnum leiðum í samskiptum sveitarfélaganna á Suðurnesjum.
Það hefur legið fyrir lengi að bæjarstjórn Voga getur ekki fallist á einhliða ákvarðanir bæjarstjórnar Reykjanesbæjar um framtíðar-húsnæði og lýsir bæjarstjórn Voga undrun sinni á því, að ekki hefur reynst unnt að fá umræðu milli eignaraðila B.S. um framhald málsins fyrr en í sl. viku. Það er rangt sem fram kemur í bréfi starfsmannanna að viðsnúningur hafi orðið í afstöðu Voga þar sem afstaða bæjarstjórnar hefur legið fyrir lengi og ekkert breyst frá upphafi málsins.
Í bréfinu kemur fram að formaður stjórnar og slökkviliðsstjóri hafi kynnt fyrir starfsmönnum B.S. 15.febrúar 2006 að tillaga meirihluta bæjarstjórnar Reykjanesbæjar frá 21.desember um uppbyggingu nýrrar slökkvistöðvar hafi verið lögð fyrir eignaraðila án athugasemda. Bæjarstjórn Voga taldi víst að eignaraðilum, stjórn og stjórnendum BS væri fullljós sú afstaða Sveitarfélagsins Voga að nefnd eignaraðila sem skipuð hafði verið af öllum bæjarstjórnum hefði málið til meðferðar og voru eftirfarandi bókanir settar fram á fundi bæjarráðs 25. janúar 2006.
Fyrst vegna fundagerða nefndar eignaraðila um framtíðarhúsnæði BS: “Fundargerðirnar eru lagðar fram. Bæjarráð fagnar því að nefnd eignaraðila um framtíðarhúsnæði B.S. hefur tekið til starfa og vonast til að niðurstaða í þessu brýna hagsmunamáli náist fljótlega "
Síðar á sama fundi vegna bréfs frá Reykjanesbæ dags. 23. desember 2005 varðandi húsnæðismál B.S.: "Bæjarráð lýsir undrun sinni á þeirri ákvörðun bæjarstjórnar Reykjanesbæjar að draga sig einhliða út úr nefnd um framtíðarhúsnæði B.S. sem eigendur höfðu orðið ásáttir um að skipa. Bæjarráð Voga telur nauðsynlegt að nefndin haldi störfum sínum áfram og skili niðurstöðu sinni til eignaraðila"
Fundargerðir stjórnar B.S. frá 21. desember 2005 og 17. febrúar 2006 komu fyrir bæjarráð Voga á fundi 2. mars 2006. Þar sem afstaða Voga til tillögu Reykjanesbæjar sem lá fyrir fundinum átti að vera ljós var ekki talin ástæða til að bóka sérstaklega varðandi það mál en varðandi 4. lið seinni fundargerðarinnar var eftirfarandi bókað: “Varðandi 4. mál seinni fundargerðarinnar vill bæjarráð árétta að nauðsynlegt sé að eignaraðilar fundi áður en frekar verði aðhafst í húsnæðismálum B.S. Að öðru leyti eru fundargerðirnar samþykktar."
Í ljósi ofangreindra bókana bæjarráðs Voga hlýtur að vera ljóst að bréf starfsmanna B.S. er byggt á röngum upplýsingum og þar af leiðandi dregnar rangar ályktanir um viðhorf sveitarfélagsins.
Þar sem afstaða bæjarstjórnar Voga hefur frá upphafi verið sú sama og ekkert breyst á þeim tíma sem liðinn er frá því að fyrst var rætt um nauðsyn þess að stækka eða flytja aðstöðu B.S. og í þeirri fullvissu að sameignaraðilum bæjarins í B.S. hafi verið ljós sú afstaða, hefur bæjarstjórn ekki talið nauðsynlegt að bregðast við í hvert skipti sem málefnið hefur borið á góma í stjórn B.S. eða hjá sameigendum. Bæjarstjórn telur afar mikilvægt að eignaraðilar komist að niðurstöðu um löngu tímabæra endurbót á aðstöðu slökkviliðsins og mun leggja áherslu á það atriði á fundi eignaraðila með stjórn B.S. á morgun 29.mars 2006 [ í gær - innsk. blm.]. “