Bæjarstjórn Sandgerðis sendir frá sér viðvörun vegna Brims
Bæjarstjórn Sandgerðis aflétti á bæjarstjórnarfundi í gærkvöldi trúnaði að samskiptum sínum við Landsbanka Íslands varðandi hugsanleg kaup á svokölluðum Miðneskvóta.
Á fundinum var farið yfir bréf og samskipti fulltrúa bæjarfélagsins við Landsbanka Íslands og varðar sölu á aflaheimildum útgerðarfélagsins Brim ehf. Þá samþykkti bæjarstjórn bókun samhljóða þar sem kemur fram að bæjarstjórn Sandgerðis átelur stjórn og núverandi stjórnarformann Eimskipafélagsins Íslands sem jafnframt var stjórnarformaður Haraldar Böðvarssonar hf, að nota ekki tækifærið og leiðrétta þau loforð sem gefin voru fulltrúum Sandgerðisbæjar á sínum tíma um aukna útgerð frá Sandgerðishöfn. Um leið varar bæjarstjórn Sandgerðisbæjar íbúa umræddra svæða við því orðalagi sem fram kemur í fréttaskýringum “ að svo komnu máli” verði útgerðin rekinn á þeim stöðum sem nefnd hefur verið. Þessi viðvörun er gefin að gefnu tilefni, segir í bókuninni.
Bæjarstjórn Sandgerðisbæjar óskaði á dögunum eftir viðræðum við Brim ehf um hugsanleg kaup á aflaheimildum útgerðarfélagsins Miðness hf. í Sandgerði sem sameinað var Haraldi Böðvarssyni á Akranesi á sínum tíma. Um var að ræða aflaheimildir af fyrrum skipum Miðness hf. sem voru gerð út frá Sandgerðishöfn. Bæjarráði og bæjarstjóra var þá falið að hefja viðræður við stjórnendur Landsbanka Íslands.
Í fréttum í gær kom fram að búið er að ganga frá sölu á Haraldi Böðvarssyni hf. á Akranesi til útgerðarfélagsins Granda hf. Reykjavík. Bæjarfulltrúar Sandgerðisbæjar töldu á fundi sínum í gærkvöldi að þeim trúnaði sem fulltrúar Landsbanka Íslands settu fram við fulltrúa bæjarfélagsins og snertir málið gagnvart fjölmiðlum sé nú aflétt með umræddri sölu.
Þar sem einhugur var um aðkomu sveitarfélaganna á Suðurnesjum að máli þessu er neðanritað fært til bókar um gang málsins og aðkomu.
Bókun bæjarstjórnar Sandgerðis í gærkvöldi:
Bæjarstjórn Sandgerðisbæjar fagnar því að búið er að létta þeirri óvissu af þeim svæðum og hjá því starfsfólki sem unnu hjá Brimi ehf eða dótturfyrirtækjum þess er varðar sölu á sjávarútvegshluta Eimskipafélags Íslands.
Þeir einir sem hafa gengið í gegnum slíkar hremmingar skilja og skynja það andrúmsloft, þær aðstæður og örvæntingu sem íbúar þurfa að búa við í slíku ölduróti.
Fljótlega kom fram í viðræðum fulltrúa Sandgerðisbæjar við fulltrúa Landsbanka Íslands að þeir höfðu einungis umboð til að selja Brim ehf í einu lagi eða dótturfyrirtæki þess hvert fyrir sig og að ætlast væri til að fyrirtækin yrðu rekin á þeim stöðum þar sem vinnslan fer nú fram.
Fulltrúar Sandgerðisbæjar gerðu hinsvegar grein fyrir því að ekki væri ætlunin að standa fyrir rekstri útgerðar í öðrum sveitarfélögum, heldur væri um að ræða að auka aflaheimildir á Suðurnesjum.
Hér væri því um að ræða óskir um að fá hlutdeild í aflaheimildum sem fóru frá Sandgerðisbæ og af atvinnusvæði Suðurnesjamanna við sameiningu Miðness ehf og HB hf. á sínum tíma.
Umræddum óskum og ítrekaðri fyrirspurn um slíka aðkomu var hafnað í bréfi frá Landsbanka Íslands sem er móttekið 12.01.2004.
Bæjarstjórn harmar því þau málalok sem nú virðast blasa við.
Bæjarstjórn átelur því stjórn og núverandi stjórnarformann Eimskipafélagsins Íslands sem jafnframt var stjórnarformaður Haraldar Böðvarssonar hf, að nota ekki tækifærið og leiðrétta þau loforð sem gefin voru fulltrúum Sandgerðisbæjar á sínum tíma um aukna útgerð frá Sandgerðishöfn.
Um leið varar bæjarstjórn Sandgerðisbæjar íbúa umræddra svæða við því orðalagi sem fram kemur í fréttaskýringum “ að svo komnu máli” verði útgerðin rekinn á þeim stöðum sem nefnd hefur verið.
Þessi viðvörun er gefin að gefnu tilefni.
Bæjarstjórn samþykkti ofanritað samhljóða.
Á fundinum var farið yfir bréf og samskipti fulltrúa bæjarfélagsins við Landsbanka Íslands og varðar sölu á aflaheimildum útgerðarfélagsins Brim ehf. Þá samþykkti bæjarstjórn bókun samhljóða þar sem kemur fram að bæjarstjórn Sandgerðis átelur stjórn og núverandi stjórnarformann Eimskipafélagsins Íslands sem jafnframt var stjórnarformaður Haraldar Böðvarssonar hf, að nota ekki tækifærið og leiðrétta þau loforð sem gefin voru fulltrúum Sandgerðisbæjar á sínum tíma um aukna útgerð frá Sandgerðishöfn. Um leið varar bæjarstjórn Sandgerðisbæjar íbúa umræddra svæða við því orðalagi sem fram kemur í fréttaskýringum “ að svo komnu máli” verði útgerðin rekinn á þeim stöðum sem nefnd hefur verið. Þessi viðvörun er gefin að gefnu tilefni, segir í bókuninni.
Bæjarstjórn Sandgerðisbæjar óskaði á dögunum eftir viðræðum við Brim ehf um hugsanleg kaup á aflaheimildum útgerðarfélagsins Miðness hf. í Sandgerði sem sameinað var Haraldi Böðvarssyni á Akranesi á sínum tíma. Um var að ræða aflaheimildir af fyrrum skipum Miðness hf. sem voru gerð út frá Sandgerðishöfn. Bæjarráði og bæjarstjóra var þá falið að hefja viðræður við stjórnendur Landsbanka Íslands.
Í fréttum í gær kom fram að búið er að ganga frá sölu á Haraldi Böðvarssyni hf. á Akranesi til útgerðarfélagsins Granda hf. Reykjavík. Bæjarfulltrúar Sandgerðisbæjar töldu á fundi sínum í gærkvöldi að þeim trúnaði sem fulltrúar Landsbanka Íslands settu fram við fulltrúa bæjarfélagsins og snertir málið gagnvart fjölmiðlum sé nú aflétt með umræddri sölu.
Þar sem einhugur var um aðkomu sveitarfélaganna á Suðurnesjum að máli þessu er neðanritað fært til bókar um gang málsins og aðkomu.
Bókun bæjarstjórnar Sandgerðis í gærkvöldi:
Bæjarstjórn Sandgerðisbæjar fagnar því að búið er að létta þeirri óvissu af þeim svæðum og hjá því starfsfólki sem unnu hjá Brimi ehf eða dótturfyrirtækjum þess er varðar sölu á sjávarútvegshluta Eimskipafélags Íslands.
Þeir einir sem hafa gengið í gegnum slíkar hremmingar skilja og skynja það andrúmsloft, þær aðstæður og örvæntingu sem íbúar þurfa að búa við í slíku ölduróti.
Fljótlega kom fram í viðræðum fulltrúa Sandgerðisbæjar við fulltrúa Landsbanka Íslands að þeir höfðu einungis umboð til að selja Brim ehf í einu lagi eða dótturfyrirtæki þess hvert fyrir sig og að ætlast væri til að fyrirtækin yrðu rekin á þeim stöðum þar sem vinnslan fer nú fram.
Fulltrúar Sandgerðisbæjar gerðu hinsvegar grein fyrir því að ekki væri ætlunin að standa fyrir rekstri útgerðar í öðrum sveitarfélögum, heldur væri um að ræða að auka aflaheimildir á Suðurnesjum.
Hér væri því um að ræða óskir um að fá hlutdeild í aflaheimildum sem fóru frá Sandgerðisbæ og af atvinnusvæði Suðurnesjamanna við sameiningu Miðness ehf og HB hf. á sínum tíma.
Umræddum óskum og ítrekaðri fyrirspurn um slíka aðkomu var hafnað í bréfi frá Landsbanka Íslands sem er móttekið 12.01.2004.
Bæjarstjórn harmar því þau málalok sem nú virðast blasa við.
Bæjarstjórn átelur því stjórn og núverandi stjórnarformann Eimskipafélagsins Íslands sem jafnframt var stjórnarformaður Haraldar Böðvarssonar hf, að nota ekki tækifærið og leiðrétta þau loforð sem gefin voru fulltrúum Sandgerðisbæjar á sínum tíma um aukna útgerð frá Sandgerðishöfn.
Um leið varar bæjarstjórn Sandgerðisbæjar íbúa umræddra svæða við því orðalagi sem fram kemur í fréttaskýringum “ að svo komnu máli” verði útgerðin rekinn á þeim stöðum sem nefnd hefur verið.
Þessi viðvörun er gefin að gefnu tilefni.
Bæjarstjórn samþykkti ofanritað samhljóða.