Bæjarstjórn Sandgerðis: Sendir aðstandendum samúðarkveðjur
Víkurfréttum hefur borist meðfylgjandi tilkynning frá bæjarstjóra Sandgerðisbæjar, fyrir hönd bæjarstjórnar Sandgerðis.
Vegna hinna hörmulegu atburða sem átt hafa sér stað í umferðinni að undanförnu þar sem tveir Sandgerðingar í blóma lífsins hafa látist, og aðrir tveir slasast alvarlega hefur bæjarstjórn ákveðið að fella öll hátíðarhöld Sandgerðisdaga niður að þessu sinni.
Um leið og við sendum aðstandendum samúðarkveðjur fyrir hönd bæjarbúa viljum við hvetja alla vegfarendur til að sýna ýtrustu aðgát í umferðinni.
F.h. bæjarstjórnar Sandgerðis,
Sigurður Valur Ásbjarnarson, bæjarstjóri.
Vegna hinna hörmulegu atburða sem átt hafa sér stað í umferðinni að undanförnu þar sem tveir Sandgerðingar í blóma lífsins hafa látist, og aðrir tveir slasast alvarlega hefur bæjarstjórn ákveðið að fella öll hátíðarhöld Sandgerðisdaga niður að þessu sinni.
Um leið og við sendum aðstandendum samúðarkveðjur fyrir hönd bæjarbúa viljum við hvetja alla vegfarendur til að sýna ýtrustu aðgát í umferðinni.
F.h. bæjarstjórnar Sandgerðis,
Sigurður Valur Ásbjarnarson, bæjarstjóri.