Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 4. desember 2003 kl. 15:05

Bæjarstjórn Sandgerðis ályktar um fjöldauppsagnir

Fjöldauppsagnir Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli voru til umræðu á fundi bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar í gærkvöld þar sem Ólafur Þór Ólafsson bæjarfulltrúi lagði fram tillögu sem samþykkt var samhljóða af bæjarstjórn.

Í tillögunni skorar bæjarstjórn Sandgerðisbæjar á ríkisstjórn Íslands að bregðast við fjöldauppsögnum hjá Varnarliðinu.

„Bæjarstjórn Sandgerðisbæjar tekur undir skoðun SSS og ítrekar áskorun og bókun sína frá 12.11.2003 til ríkisstjórnar Íslands um viðbrögð við uppsögnum á Keflavíkurflugvelli.
Jafnframt telur bæjarstjórnin nauðsynlegt að viðræður stjórnvalda og heimamanna um stöðuna í atvinnumálum á Suðurnesjum fari fram hið fyrsta.
Bæjarstjórn telur rétt að stjórn SSS standi að umræddum viðræðum.“
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024