Bæjarstjórn samþykkir 420 milljón króna lán
BæjarstjórnReykjanesbæjar samþykkti á fundi sínum í gær að veita sjálfskuldarábyrgð vegna 420 milljón króna lántöku Reykjaneshafnar hjá Lánasjóði sveitarfélaga. Lánið er til 10 ára og er tekið vegna hafnarframkvæmda í Helguvík og skuldbreytinga. Leitað var eftir lánstilboðum og af þeim 6 tilboðum sem bárust þótti tilboð Lánasjóðs sveitarfélaga hagstæðast upp á 4,45% vexti og 0,25% þóknun.