Bæjarstjórn RNB vill útskrift í Keflavík
 Bæjarstjórn Reykjanesbæjar skorar á Háskólann á Akureyri að standa fyrir sérstakri útskriftarhátíð í Reykjanesbæ, fyrir Suðurnesjafólk sem lýkur þaðan námi eftir fjarnámvið Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum.
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar skorar á Háskólann á Akureyri að standa fyrir sérstakri útskriftarhátíð í Reykjanesbæ, fyrir Suðurnesjafólk sem lýkur þaðan námi eftir fjarnámvið Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum.
Slík athöfn var haldin í Keflavíkurkirkju í fyrra og telur bæjarstjórn að slík útskriftarhátíð sé vel til þess fallin að vekja jákvæða athygli á háskólamenntun á svæðinu og gildi hennar fyrir íbúa þess og atvinnulíf. Alls munu 21 nemandi úr fjarnáminu útskrifast í ár eða 13 leikskólakennarar og 8 viðskiptafræðingar.
Kjartan Már Kjartansson, fulltrúi Framsóknar, lagði áskorunina fram og voru allir fundarmenn sammála henni.
Mynd/Oddgeir: Útskriftarhópurinn 2004 í Keflavíkurkirkju


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				