Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkir hitamál á eins árs afmæli
„Ég geri mér grein fyrir því að það eru erfið verkefni sem bíða okkar,“ sagði Anna Lóa Ólafsdóttir, þegar hún var kynnt sem forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar fyrir ári síðan, skömmu eftir að nýr meirihluti Samfylkingar, Beinnar leiðar og Frjáls afls, var kynntur til sögunnar.
Anna sagðist í VF viðtali vilja fá í bæjarstjórastól einhvern sem sé vel að sér í rektri og stjórnun. „En ekki síður einhvern sem er vel að sér þegar kemur að mannlega þættinum. Mér finnst oft andlegi og mannlegi þátturinn settur til hliðar í stjórnmálum.“
Anna Lóa og félagar hennar réðu síðar um sumarið Kjartan Má Kjartansson sem bæjarstjóra Reykjanesbæjar.
Meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar mun í dag samþykkja hitamál sem valdið hefur úlfúð að undanförnu en það breyting á deiliskipulagi vegna kísilvers Thorsils í Helguvík. Mótmælaganga var farin nýlega með hestamenn í fararbroddi og heitar umræður hafa verið í samskiptamiðlum að undanförnu.
Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti í síðustu viku undirskriftasöfnun vegna málsins en hópur fólks hefur óskað eftir því að hún fari fram. Forráðamenn Reykjaensbæjar hafa sagt síðustu daga að þrátt fyrir að samþykkja undirskriftasöfnun þá komi það ekki í veg fyrir að Thorsil fari á fullt með framkvæmdir. Málið sé komið of langt og þá var einnig ein af áherslum nýs meirihluta að styrkja atvinnulífið í Reykjanesbæ.