Bæjarstjórn Reykjanesbæjar hundsuð!
Á fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar í gær var mikið rætt um varnarliðið og stöðu Suðurnesjamanna sem vinna hjá hernum. Í júní óskaði bæjarstjórn Reykjanesbæjar eftir fundi með forsætisráðherra og utanríkisráðherra um þessi mál en hafa ekki fengið nein viðbrögð. Bæjarfulltrúum var heitt í hamsi þegar þessi mál voru rædd en var það sameiginleg skoðum fulltrúanna að þessum fundi yrði að koma á. „Mér finnst mjög leitt að okkar ósk um fund með forsætis- og utanríkisráðherra hafi ekki verið svarað,“ sagði Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, á fundinum í gær.
Greinilegt er að forsætis- og utanríkisráðuneytið eru að hundsa ósk bæjarstjórnar um fund vegna varnarliðsins en mikill fjöldi fólks er atvinnulaust á Suðurnesjum og mikil óvissa um framtíð varnarliðsins.
Greinilegt er að forsætis- og utanríkisráðuneytið eru að hundsa ósk bæjarstjórnar um fund vegna varnarliðsins en mikill fjöldi fólks er atvinnulaust á Suðurnesjum og mikil óvissa um framtíð varnarliðsins.