Bæjarstjórn Reykjanesbæjar fagnar því að niðurstaða liggur fyrir í orkusölumálum
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar fagnar því að nú liggur fyrir niðurstaða Gerðardóms í deilumáli HS Orku og Norðuráls varðandi orkusölu til álvers í Helguvík. Báðir aðilar hafa lýst því áður yfir við forsvarsmenn Reykjanesbæjar að í kjölfar niðurstöðunnar, hver sem hún verði, muni þeir setjast niður og vinna að samningum.
Bæjarstjórn hvetur til þess að sú vinna hefjist án tafar svo unnt sé að veita á annað þúsund manns vinnu við uppbyggingu álversins frá miðju ári 2012. Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti samhljóða í gærkvöldi bókun um þetta mál.