Bæjarstjórn Reykjanesbæjar ályktar vegna komu forseta Kína
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar var rétt í þessu að gefa út ályktun vegna heimsóknar forseta Kína hingað til lands. Nýkjörin bæjarstjórn Reykjanesbæjar hvetur forseta Íslands og ríkisstjórn til þess að endurskoða þá ákvörðun sína í tilefni af komu forseta Kína hingað til lands, að takmarka ferðafrelsi hóps friðsamlegra mótmælenda sem leggur stund á líkamlegar og andlegar æfingar undir heitinu Falun Gong.Þá segir: Á Íslandi og í Kína ríkir algjörlega ólíkt mat á virðingu fyrir einstaklingnum og réttindum hans. Með komu Jiangs Zemins, forseta Kína, mega íslensk stjórnvöld alls ekki nálgast sjónarmið kínverskra yfirvalda á grundvallarréttindum einstaklinga heldur nota tækifærið og leggja áherslu á mannréttindaviðhorf Íslendinga. Ef þjóðhöfðingi Kína má ekki verða vitni að friðsamlegum mótmælum er mikið álitamál hvaða erindi hann á til okkar lýðræðisríkis. Án þess að sjónarmiðum frelsis og mannréttinda sé fórnað ber þó að sjálfsögðu að tryggja öryggi allra erlendra gesta sem hingað koma.
Reykjanesbær hefur tengst komu forseta Kína hingað til lands þar sem íslensk stjórnvöld hafa farið fram á að Njarðvíkurskóli verði notaður til að loka af iðkendur Falun Gong.
Verði áskoranir um breytingar á fyrri ákvörðunum stjórnvalda virtar að vettugi vill bæjarstjórn ekki að þeir erlendu gestir sem hingað eru komnir búi við slæman kost hér á landi. Við þær aðstæður telur bæjarstjórn skárra að aðstoða við að gera dvöl þeirra hér eins bærilega og aðstæður gefa tilefni til.
Undir þetta rita allir ellefu bæjarfulltrúar Reykjanesbæjar.
Reykjanesbær hefur tengst komu forseta Kína hingað til lands þar sem íslensk stjórnvöld hafa farið fram á að Njarðvíkurskóli verði notaður til að loka af iðkendur Falun Gong.
Verði áskoranir um breytingar á fyrri ákvörðunum stjórnvalda virtar að vettugi vill bæjarstjórn ekki að þeir erlendu gestir sem hingað eru komnir búi við slæman kost hér á landi. Við þær aðstæður telur bæjarstjórn skárra að aðstoða við að gera dvöl þeirra hér eins bærilega og aðstæður gefa tilefni til.
Undir þetta rita allir ellefu bæjarfulltrúar Reykjanesbæjar.