Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Fimmtudagur 21. janúar 1999 kl. 14:58

BÆJARSTJÓRN REYKJANESBÆJAR:

Allir skólar bæjarins fyrir 1. til 10. bekk Niðurstöðuskýrsla VSÓ ráðgjafar um skólamál í Reykjanesbæ var kynnt lítillega á bæjarstjórnarfundi í fyrradag. „Við eigum eftir að taka afstöðu og í framhaldi auðvitað ákvörðun um málið“, sagði Skúli Skúlason, forseti bæjarstjórnar í samtali við blaðið. Helstu niðurstöður VSÓ eru þær að allir skólar í Reykjanesbæ verði heildstæðir, þ.e. með 1. til 10. bekk. strax næsta haust. Í annan stað verði farið í lagfæringar á Myllubakkaskóla og Holtaskóla sem lokið verði á þessu ári vegna breytinganna á skólastarfinu. Að því loknu verði ráðist í nýframkvæmdir, þ.e. viðbyggingar við Njarðvíkurskóla og Myllubakkaskóla sem lokið verði árið 2000 en þá um haustið er gert ráð fyrir að einsetning taki alfarið gildi í skólum í bæjarfélaginu. „Þetta er búið að vera mikil vinna og við höfum farið mikið eftir ábendingum og umsögnum skólafólks sem hefur fylgst með þessari vinnu“, sagði Skúli Skúlason. Bæklingi með Skólastefnu Reykjanesbæjar er dreift í öll hús í Reykjnesbæ í dag.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024