Bæjarstjórn ræðir fíkniefnaforvarnir
„Við undirritaðir bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar leggjum til að Reykjanesbær standi fyrir almennri fræðslu, í formi námsskeiða um fíkniefnamál. Fjallað yrði meðal annars um - breytt hegðunarmynstur unglinga (aldurinn 13 – 18 ára) sem leiðst hafa í fíkniefnaneyslu, einkenni þeirra sem eru í neyslu o.s.frv.
Námskeiðin yrðu fyrir kennara og aðra starfsmenn skóla, þá sem starfa með unglingum í íþrótta- og tómstundastarfi svo sem, starfsmenn íþróttahúsa og félagsmiðstöðva og alla aðra sem starfa á einhvern hátt með unglingum á þessum aldri. Leitað yrði eftir samstarfi við sem dæmi - lögreglu, félagsmálayfirvöld og við þá aðila sem standa að forvarnar, tómstunda- og íþróttamálum í bæjarfélaginu. Uppbygging námskeiðsins yrði með þeim hætti, að það ætti erindi og næði til allra þeirra sem starfa með unglingum í Reykjanesbæ.“
Björk Guðjónsdóttir forseti bæjarstjórnar lagði til að tillögunni yrði vísað til bæjarráðs og var tillagan samþykkt með öllum greiddum atvkæðum.