Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Bæjarstjórn mótmælir lokun pósthúss í Grindavík
Biðröð við pósthúsið í Reykjanesbæ. Grindvíkinga langar ekki að standa í þeirri röð. VF-mynd: pket
Föstudagur 27. nóvember 2020 kl. 10:43

Bæjarstjórn mótmælir lokun pósthúss í Grindavík

Bæjarstjórn Grindavíkurbæjar mótmælir harðlega í bókun á síðasta fundi bæjarstjórnar tímabundinni lokun pósthússins í Grindavík vegna COVID-19.

„Á sama tíma og almannavarnir hvetja til netverslunar og ferðast ekki milli landshluta þurfa Grindvíkingar að mæta til Reykjanesbæjar til að senda og sækja pakka. Það er óviðunandi þjónusta fyrir 3.500 manna bæjarfélag. Ef samstarf Póstsins og Landsbankans býður ekki upp á að halda pósthúsinu opnu þarf Pósturinn að skoða aðra samstarfsmöguleika eða finna skapandi lausnir til að þjónusta Grindvíkinga t.d. með aukinni heimsendingarþjónustu bæði til að afhenda pakka sem og að sækja sendingar,“ segir í bókun bæjarstjórnar Grindavíkur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þá óskar bæjarstjórn eftir svörum frá Póstinum, segir í afgreiðslu bæjarstjórnar.