Bæjarstjórn lagði fram bókun vegna vanda heilsugæslunnar
Á fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar í gær voru miklar umræður um vanda heilsugæslunnar. Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar komu fram með tillögu um að bæjarstjórnin legði fram bókun um vanda heilsugæslunnar. Í bókuninni kemur m.a. fram að bæjarstjórn sætti sig ekki við að heilsugæslan verði bitbein í ágreiningi um rekstur heilsugæslunnar í landinu. Allir bæjarfulltrúar samþykktu bókunina:Bókun vegna vanda heilsugæslunnar
„Til að bregðast við þeim vanda sem upp kom vegna uppsagna heilsugæslulækna hafa stjórnendur og starfsfólk HSS ásamt sveitarfélögunum leitað annarra leiða til að veita nauðsynlega þjónustu á Suðurnesjum. Sú lausn hefur verið farin að leita til sérfræðinga á ýmsum sviðum lækninga til starfa hjá Heilbrigðisstofnun. Á síðustu vikum og mánuðum hafa komið til starfa m.a. hjartalæknir, krabbameinslæknir, innkirtlasérfræðingur, barnalæknir og 3 aðrir lyflæknar í hlutastörfum, næringarráðgjafi og hjúkrunarfræðingar.
Við berum fullt traust til starfsfólks HSS í frábærri vinnu þeirra við erfiðar aðstæður. Markmið þeirra er að veita íbúum nauðsynlega þjónustu á meðan unnið er að uppbyggingu öflugri Heilbrigðisstofnunar.
Við bjóðum nýtt starfsfólk hjartanlega velkomið til starfa og heitum góðu samstarfi við starfsfólk og stjórnendur Heilbrigðisstofnunar. Þrátt fyrir nýja starfsmenn vantar nauðsynlega heimilislækna til starfa. Við sættum okkur ekki við að verða bitbein í ágreiningi um rekstur heilsugæslunnar í landinu. Við sem fulltrúar almennings á Suðurnesjum sættum okkur ekki við slíkt og krefjumst þess að heilbrigðisráðherra láti þessa deilu til sín taka. Það er heilbrigðisráðuneytið sem ber ábyrgð á því að íbúar á Suðurnesjum njóti þeirrar læknisþjónustu sem þeir eiga rétt á.“
„Til að bregðast við þeim vanda sem upp kom vegna uppsagna heilsugæslulækna hafa stjórnendur og starfsfólk HSS ásamt sveitarfélögunum leitað annarra leiða til að veita nauðsynlega þjónustu á Suðurnesjum. Sú lausn hefur verið farin að leita til sérfræðinga á ýmsum sviðum lækninga til starfa hjá Heilbrigðisstofnun. Á síðustu vikum og mánuðum hafa komið til starfa m.a. hjartalæknir, krabbameinslæknir, innkirtlasérfræðingur, barnalæknir og 3 aðrir lyflæknar í hlutastörfum, næringarráðgjafi og hjúkrunarfræðingar.
Við berum fullt traust til starfsfólks HSS í frábærri vinnu þeirra við erfiðar aðstæður. Markmið þeirra er að veita íbúum nauðsynlega þjónustu á meðan unnið er að uppbyggingu öflugri Heilbrigðisstofnunar.
Við bjóðum nýtt starfsfólk hjartanlega velkomið til starfa og heitum góðu samstarfi við starfsfólk og stjórnendur Heilbrigðisstofnunar. Þrátt fyrir nýja starfsmenn vantar nauðsynlega heimilislækna til starfa. Við sættum okkur ekki við að verða bitbein í ágreiningi um rekstur heilsugæslunnar í landinu. Við sem fulltrúar almennings á Suðurnesjum sættum okkur ekki við slíkt og krefjumst þess að heilbrigðisráðherra láti þessa deilu til sín taka. Það er heilbrigðisráðuneytið sem ber ábyrgð á því að íbúar á Suðurnesjum njóti þeirrar læknisþjónustu sem þeir eiga rétt á.“