Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Bæjarstjórn hyggst kaupa Púlsinn undir félagsmiðstöð
Miðvikudagur 10. maí 2006 kl. 15:43

Bæjarstjórn hyggst kaupa Púlsinn undir félagsmiðstöð

Bæjarstjórn Sandgerðisbæjar hefur samþykkt að ganga til samninga við eigendur Púlsins um kaup á húsnæðinu sem hýst hefur starfsemi hans síðan 2003. Eigendur Púlsins hyggjast hætta rekstri en bæjarstjórn vill nýta húsnæðið undir félagsmiðstöð Skýjaborgar, ef samingar nást.

„Við ætlum okkur að reka tvær félagsmiðstöðvar, aðra fyrir börn upp að 16 ára aldri og hina fyrir menntaskólaaldurinn. Við munum nýta eldra húsnæði bæjarskrifstofunnar undir hana. Ég vil samt taka það skýrt fram að viðræður um kaup á húsnæði Púlsins eru á byrjunarstigi“, sagði Sigurður Valur Ásbjarnarson, bæjarstjóri í Sandgerði, í samtali við VF.

Ólafur Þór Ólafsson (Þ) telur framkomnar tillögur góðar en telur rétt að hugleiða byggingu á nýju húsi á næstu árum fyrir Skýjaborg og að Púlsinn verði seldur þar sem um sé að að ræða skammtímalausn. Auk þess harmar Ólafur að tómstundaráð hafi ekki verið haft með í ráðum er varðar Skýlið, félagsmiðstöð eldri hópsins, og Púlsinn af því er fram kemur í fundargerð bæjarstjórnar.

Meirihluti bæjarstjórnar telur rétt að taka fram að öllum áðurnefndum erindum hafi verið vísað til fagráða og er sú vinna í fullum gangi, segir í fundargerðinni.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024