Bæjarstjórn Grindavíkur mótmælir harðlega frumvarpi til hafnarlaga
Bæjarstjórn Grindavíkur mótmælir harðlega því frumvarpi til hafnarlaga sem liggur fyrir Alþingi, flutt af samgönguráðherra Sturlu Böðvarssyni, og telur að með samþykkt þess sé rekstrargrundvelli kippt undan Grindavíkurhöfn eins og fleiri höfnum á landsbyggðinni.Nauðsynlegt er að ítarleg rannsókn fari fram á afleiðingum frumvarpsins áður en til samþykktar komi. Og alger lágmarkskrafa hlýtur að vera að kynna mótvægisaðgerðir í einhverju formi til að koma í veg fyrir rekstrarþrot landsbyggðarhafna með tilheyrandi byggðarvanda.
Bæjarstjórnin skorar á Alþingi og ríkisstjórn að afgreiða frumvarpið ekki á
því þingi sem nú stendur en gefa sér tíma til að undirbúa mun betur
breytingar á framtíðarskipan hafnarmála í landinu. Stefni eigi að síður í að frumvarpið verði afgreitt mun bæjarstjórn Grindavíkur beita öllum þeim ráðum sem hún telur að gagni megi koma til þess að ná fram nauðsynlegum breytingum á frumvarpinu.
Undir þetta skrifar bæjarstjórn Grindavíkur.
Bæjarstjórnin skorar á Alþingi og ríkisstjórn að afgreiða frumvarpið ekki á
því þingi sem nú stendur en gefa sér tíma til að undirbúa mun betur
breytingar á framtíðarskipan hafnarmála í landinu. Stefni eigi að síður í að frumvarpið verði afgreitt mun bæjarstjórn Grindavíkur beita öllum þeim ráðum sem hún telur að gagni megi koma til þess að ná fram nauðsynlegum breytingum á frumvarpinu.
Undir þetta skrifar bæjarstjórn Grindavíkur.