Bæjarstjórn Grindavíkur harmar læknisleysi
Bæjarstjórn Grindavíkur harmar að ekki hafi tekist að ná samkomulagi við heimilislækna í Grindavík þrátt fyrir ítrekaða samningafundi með heilbrigðisyfirvöldum og læknum. Fulltrúar meirihlutans ásamt bæjarstjóra tóku frumkvæðið í sínar hendur með það í huga að reyna að ná samningum við heilsugæslulækna og gera við þá þjónustusamning. Samkomulag náðist við heilbrigðisyfirvöld en þrátt fyrir það náðust ekki samningar við lækna, segir í bókun meirihlutans í Grindavík.Þá segir: Bæjarstjórn skorar á deiluaðila að ganga þegar til samninga með hagsmuni íbúa svæðisins að leiðarljósi.
Undir þetta rita fulltrúar meirihluta Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar í Grindavík.
Einnig segir í fundargerðum Grindavíkurbæjar: Bæjarstjórn Grindavíkur tekur undir áhyggjur Maríu Ólafsdóttur yfirlæknis Heilsugæslu Suðurnesja. Bæjarstjórn er sammála því að efla beri tengsl sveitarfélaganna og Heilbrigðistofnunar Suðurnesja, þá vill bæjarstjórn hvetja stjórn HSS til þess að beita sér af fullum krafti að lausn deilunnar.
Meirihluti D og S lista
Undir þetta rita fulltrúar meirihluta Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar í Grindavík.
Einnig segir í fundargerðum Grindavíkurbæjar: Bæjarstjórn Grindavíkur tekur undir áhyggjur Maríu Ólafsdóttur yfirlæknis Heilsugæslu Suðurnesja. Bæjarstjórn er sammála því að efla beri tengsl sveitarfélaganna og Heilbrigðistofnunar Suðurnesja, þá vill bæjarstjórn hvetja stjórn HSS til þess að beita sér af fullum krafti að lausn deilunnar.
Meirihluti D og S lista