Bæjarstjórn Grindavíkur fundaði í tíu mínútur
Bæjarstjórn Grindavíkur fundaði í gærkvöldi en sá fundur fer eflaust í sögubækurnar fyrir að vera einn sá allra stysti í sögu bæjarins. Fundurinn hófst kl. 17:00 og var slitið tíu mínútum síðar en aðeins þrjú mál voru á dagskrá.
Í upphafi fundar lagði forseti til að bæjarfulltrúar afsöluðu sér launum fyrir setu á fundinum í ljósu þess hve fá og einföld mál voru á dagskrá og var það samþykkt samhljóða. Ekki er heimilt að fella niður bæjarstjórnarfundi nema aðeins í sumarleyfi og var þetta þá eina lausnin.
Mynd af vef Grindavíkurbæjar.